Akstursíþróttadeild Red Bull svipti hulunni af nýjum ofursportbíl.
Akstursíþróttadeild Red Bull svipti hulunni af nýjum ofursportbíl.

Breskir bílaáhugamenn streymdu til Vestur-Sussex um helgina til að taka þátt í árlegu bílahátíðinni Goodwood Festival of Speed.

Viðburðurinn hóf göngu sína árið 1993 og er von á allt að 150.000 gestum á hátíðina sem í ár spannar fjóra daga. Dagskráin samanstendur af bílasýningum, bílauppboði og alls kyns keppnisviðburðum, og nota framleiðendur viðburðinn oft til að frumsýna ný ökutæki og tilraunafarartæki.

Hápunktur hátíðarinnar er tímataka á þröngum og hlykkjóttum vegi, samtals 1.890 metra leið, en ökuþórar á farartækjum af öllum mögulegum gerðum spreyta sig á akstursleiðinni, þar á meðal fornbílum sem sumir eru meira en aldargamlir. ai@mbl.is