Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir að taka þurfi veður með í reikninginn í ríkara mæli en gert hefur verið þegar ákvarðanir eru teknar um dreifingu eldsneytis. Á sunnudaginn varð bensínlaust í blíðunni á N1 Egilsstöðum í um…
Eldsneyti Bensínlaust varð í stutta stund á N1 á Egilsstöðum í gær.
Eldsneyti Bensínlaust varð í stutta stund á N1 á Egilsstöðum í gær. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir að taka þurfi veður með í reikninginn í ríkara mæli en gert hefur verið þegar ákvarðanir eru teknar um dreifingu eldsneytis.

Á sunnudaginn varð bensínlaust í blíðunni á N1 Egilsstöðum í um klukkustund og í upphafi mánaðar kom upp svipuð staða í Staðarskála.

Árni segir að ástæðurnar að baki bensínskortinum séu þó ólíkar, í Staðarskála var um mannleg mistök að ræða þar sem ekki var fyllt á á réttum tíma en á Egilsstöðum var ekki gert ráð fyrir svo mikilli sölu.

„Annars vegar sást yfir að fylla á í Staðarskála en á Egilsstöðum er tekin ákvörðun um að fylla ekki á fyrir helgina. Síðan kemur í ljós á sunnudegi að það er gríðarlega mikil sala og þá er brugðist við því, en því miður með þeim annmörkum

...