Argentínumenn unnu Ameríkubikar karla í fótbolta, Copa Ameríca, í sextánda skipti í fyrrinótt þegar þeir lögðu Kólumbíu að velli, 1:0, í framlengdum úrslitaleik í Miami á Flórída. Lautaro Martínez skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik framlengingar…
Ameríkumeistarar Lionel Messi fagnar með Lautaro Martínez eftir sigurmark Argentínumanna í úrslitaleiknum gegn Kólumbíu.
Ameríkumeistarar Lionel Messi fagnar með Lautaro Martínez eftir sigurmark Argentínumanna í úrslitaleiknum gegn Kólumbíu. — AFP/Juan Mabromata

Argentínumenn unnu Ameríkubikar karla í fótbolta, Copa Ameríca, í sextánda skipti í fyrrinótt þegar þeir lögðu Kólumbíu að velli, 1:0, í framlengdum úrslitaleik í Miami á Flórída.

Lautaro Martínez skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik framlengingar en hann hafði komið inn á sem varamaður skömmu áður og varð markahæsti leikmaður keppninnar með fimm mörk. Argentínumenn misstu Lionel Messi meiddan af velli um miðjan síðari hálfleik.

Kólumbíumaðurinn James Rodríguez, sem nú leikur með Sao Paulo í Brasilíu, var valinn besti leikmaður mótsins og Argentínumaðurinn Emiliano Martínez hjá Aston Villa besti markvörðurinn.

Ameríkubikarinn hefur farið fram frá 1916. Argentína er komin fram úr Úrúgvæ með 16 sigra gegn 15 en Brasilía er í þriðja sæti með níu sigra.