Kauphöllin Hlutabréfamarkaðurinn er rólegur þessa dagana.
Kauphöllin Hlutabréfamarkaðurinn er rólegur þessa dagana. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Velta á hlutabréfamarkaði hefur verið með rólegasta móti á liðnum dögum og vikum. Þannig nam veltan í gær tæpum 1,2 milljörðum króna, sem er nokkurn veginn í samræmi við það sem verið hefur á liðnum dögum. Mest var veltan í gær með bréf í Marel, tæpar 260 milljónir króna, en gengi bréfa í félaginu lækkaði um 0,8%. Þá nam velta með bréf í Icelandair um 180 milljónum króna og gengi bréfa félagsins hækkaði um 1,9%. Viðskipti með öll önnur félög á Aðalmarkaði námu undir 100 milljónum króna.

Eins og áður hefur verið fjallað um hefur verið rólegt yfir hlutabréfamarkaði í sumar. Heildarvelta með hlutabréf í júní námu um 57,5 milljörðum króna, sem var um 8% lækkun frá því í maí. Veltan jókst þó um tæp 30% á milli ára í júní, en rétt er að hafa í huga að félögum í Kauphöllinni hefur fjölgað á milli ára. Fjöldi viðskipta dróst saman um tæp 15% á milli ára í júní.

...