Bandaríski listamaðurinn Bill Viola er látinn, 73 ára að aldri, eftir langa baráttu við alzheimers-sjúkdóminn. Samkvæmt frétt AFP var Viola frumkvöðull í notkun nýrra miðla, myndbandsgerð og innsetningum
Listamaður Bill Viola í Flórens 2017.
Listamaður Bill Viola í Flórens 2017. — AFP/Tiziana Fabi

Bandaríski listamaðurinn Bill Viola er látinn, 73 ára að aldri, eftir langa baráttu við alzheimers-sjúkdóminn. Samkvæmt frétt AFP var Viola frumkvöðull í notkun nýrra miðla, myndbandsgerð og innsetningum. Viola var þekktur fyrir að skapa kröftugar vídeóinnsetningar sem oft og tíðum fjölluðu um öfgar í mannlegum tilfinningum og upplifunum er tengdust m.a. fæðingu og dauða.

Í færslu frá listatímaritinu ArtNews á samfélagsmiðlinum X segir að áratugalöng vinna Viola með vídeólistina hafi skipt sköpum við það að gera myndbandið að mikilvægri miðlunarleið í nútímalistinni. Viola var „alkemisti hreyfimyndarinnar sem sprengdi smá augnablik upp í myndir með stórkostlegri dýpt“, skrifar myndlistarrýnirinn Brian Kelly á X. Þegar Viola sýndi verk sín í Flórens 2017 kallaði Arturo Galansino, safnstjóri Palazzo Strozzi,

...