Trump Rannsókn á banatilræðinu á laugardag stendur nú sem hæst.
Trump Rannsókn á banatilræðinu á laugardag stendur nú sem hæst. — Getty Images/AFP/Anna Moneymaker

Bandaríska alríkislögreglan rannsakaði í gær sérstaklega aðstæður á vettvangi þar sem reynt var að myrða Donald Trump forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins á laugardaginn. Könnuðu þeir sérstaklega vöruhúsið þar sem tilræðismaðurinn Thomas Matthew Crooks kom sér fyrir á þakinu.

Viðbrögð lögreglunnar, sem og öryggisþjónustu Bandaríkjaforseta (e. Secret Service) eru í brennidepli rannsóknarinnar, en Kimberly Cheatle yfirmaður þjónustunnar sagði í gær að vöruhúsið hefði verið sett í „ytri varnarhring“, en þar átti staðarlögreglan að hafa yfirumsjón með öryggismálum. Voru lögreglumenn inni í húsinu þegar Crooks hóf skothríðina.

Fjölmiðlar vestanhafs fjölluðu í gær sérstaklega um tímann sem leið frá því að sjónarvottar gerðu lögreglu viðvart um að Crooks væri á þakinu með riffil og þangað til hann skaut að Trump, en

...