Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Sumarið er tíminn, segir í lagi Bubba Morthens. Það er hægt að heimfæra upp á margs konar hluti í þjóðfélaginu. Fjölskyldur og vinir leggja land undir fót og ferðast um og njóta alls þess stórkostlega sem Ísland hefur að bjóða. Á sumrin vakna margir staðir til lífsins og aflvaki góðrar skemmtunar er oftar en ekki menningartengdir viðburðir af ýmsu tagi sem haldnir eru úti um allt land. Viðburðir sem þessir eru í raun einhvers konar fastar í lífi margra Íslendinga. Tugir bæjarhátíða eru til dæmis haldnir hringinn í kringum landið. Þeim má lýsa sem ákveðnum fjöreggjum samfélaganna þar sem bæjarbúar taka höndum saman allir sem einn við það að gera bæinn sinn í stakk búinn til þess að taka á móti gestum sem gera sér glaðan dag. Brottfluttir snúa aftur og fagnaðarfundir verða þar sem gamlar minningar eru rifjaðar upp frá æskuárunum og yngri kynslóðirnar fá tækifæri til þess að njóta alls þess skemmtilega sem sumarið hefur upp á að bjóða.

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir