Lísa Thomsen fæddist 17. júlí 1944 í Malmö í Svíþjóð. „Þegar foreldrar mínir skildu flutti mamma með okkur Björk systur til Íslands og við bjuggum á Njálsgötu 3 og ég gekk í Miðbæjarskólann. Mamma lagði á það áherslu að við myndum læra…
Fjölskyldan F.v.: Sigurður Benediktsson, Anna Ýr, Pétur Ingi Haraldsson, Bryndís Ásta, Laufey, Lísa, Guðrún Bragadóttir, Sigurður, Lára, Sturla Jónsson. Á myndina vantar eiginmann Laufeyjar, Ingvar Haraldsson.
Fjölskyldan F.v.: Sigurður Benediktsson, Anna Ýr, Pétur Ingi Haraldsson, Bryndís Ásta, Laufey, Lísa, Guðrún Bragadóttir, Sigurður, Lára, Sturla Jónsson. Á myndina vantar eiginmann Laufeyjar, Ingvar Haraldsson.

Lísa Thomsen fæddist 17. júlí 1944 í Malmö í Svíþjóð. „Þegar foreldrar mínir skildu flutti mamma með okkur Björk systur til Íslands og við bjuggum á Njálsgötu 3 og ég gekk í Miðbæjarskólann. Mamma lagði á það áherslu að við myndum læra eitthvað gagnlegt og ég hafði gaman af vélritun og fór í Verslunarskólann. Ég sá fyrir mér að ég yrði kannski einkaritari einhvers forstjóra í borginni.“

En lífið hafði aðra leið í huga fyrir Lísu. „Ég hafði verið í Birtingaholti í sveit í fjögur sumur, og svo fór ég að vinna á Laugarvatni sem sundlaugarvörður við hótelið. Einn daginn sá ég ungan mann koma í sund og stinga sér svona líka flott í sundlaugina og ég féll alveg fyrir honum. Hann var gröfumaður og var að grafa á bæjunum þarna í kring og hugsaðu þér að þeir sváfu bara í tjaldi, svo hann kom í laugina til að fara í bað.“ Þarna tóku örlögin í taumana og forstjórar í Reykjavík misstu

...