Eftir mikið endurmótunarferli á allri ásýnd og starfsemi fasteignafélagsins Regins hlaut það nýja heitið Heimar. Pétur Rúnar Heimisson, markaðs- og samskiptastjóri Heima, segir breytinguna afrakstur ötullar vinnu við innleiðingu á sjálfbærni í…
Höfðatorg er ein helsta fasteignin í stóru eignasafni Heima.
Höfðatorg er ein helsta fasteignin í stóru eignasafni Heima. — Morgunblaðið/Ómar

Eftir mikið endurmótunarferli á allri ásýnd og starfsemi fasteignafélagsins Regins hlaut það nýja heitið Heimar. Pétur Rúnar Heimisson, markaðs- og samskiptastjóri Heima, segir breytinguna afrakstur ötullar vinnu við innleiðingu á sjálfbærni í starfsemi fyrirtækisins og að breytt yfirbragð endurspegli því mun betur grunnáherslur fyrirtækisins.

„Fasteignafélagið Reginn í sinni upprunalegu mynd hafði ekki lagt sérstaka áherslu á markaðsmál og vörumerki. Áherslan hafði fyrst og fremst verið á vöxt fyrirtækisins. Frá því að fyrirtækið var stofnað hefur það vaxið afar hratt, og var t.d. skráð á hlutabréfamarkað árið 2011. Það var því að okkar mati nauðsynlegt að fyrirtækið markaði sér heilsteyptari og sterkari ímynd út á við, með grunngildi fyrirtækisins að leiðarljósi,“ segir Pétur.

Jákvæðari ímynd

Pétur segir

...