Verandi góðu vanur stend ég mig stundum að því að dæsa þegar ég kem inn í vínbúð ef mér þykir úrvalið ekki nógu spennandi, eða ef mér finnst vínseðillinn á veitingastað helst til fátæklegur. „Áttu ekki til góðan Barolo? Æjj! Hvað með grískt…

Hið ljúfa líf

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Verandi góðu vanur stend ég mig stundum að því að dæsa þegar ég kem inn í vínbúð ef mér þykir úrvalið ekki nógu spennandi, eða ef mér finnst vínseðillinn á veitingastað helst til fátæklegur. „Áttu ekki til góðan Barolo? Æjj! Hvað með grískt Mouhtaro? Ohh! Heidsieck? Drappier? Taittinger? Philipponnat? Alla malla!“ væri ég vís til að segja og ranghvolfa augunum um leið. „Áttu ekki Caol Ila? Lít ég út fyrir að drekka Red Label?!“

Blessunarlega hef ég gert mér grein fyrir þessum vanda og reyni þess vegna að vara mig á vínsnobbinu og halda í auðmýktina. Auðvitað er gaman að finna kunnuglega uppáhaldsflösku á vínseðlinum, en snobbið á rætur sínar í minnimáttarkennd og í sjálfu sér er feikinóg til af góðu víni á

...