<strong class="x-atex-highlight-2">Belgía </strong>Patrik Sigurður Gunnarsson er kominn í efstu deild í Belgíu.
Belgía Patrik Sigurður Gunnarsson er kominn í efstu deild í Belgíu. — Ljósmynd/Szilvia Micheller

Freyr Alexandersson, þjálfari belgíska knattspyrnuliðsins Kortrijk, er búinn að fá fyrsta Íslendinginn til liðs við sig en félagið er búið að kaupa markvörðinn Patrik Sigurð Gunnarsson frá Viking í Noregi. Patrik hefur varið mark Viking í 79 leikjum í úrvalsdeildinni frá því hann kom til félagsins frá Brentford á Englandi árið 2001. Hann er 23 ára gamall, á fjóra landsleiki að baki og hefur einnig leikið með dönsku liðunum Silkeborg og Viborg.