Hvað skyldi lýsingarorðið „afskertur“ merkja ef það væri til? En því er það nefnt hér að í frétt var minnst á „afskertan stað“. Flestir hafa lesið í málið því afskekktur var orðið sem ritari hefur haft í huga þótt svona færi

Hvað skyldi lýsingarorðið „afskertur“ merkja ef það væri til? En því er það nefnt hér að í frétt var minnst á „afskertan stað“. Flestir hafa lesið í málið því afskekktur var orðið sem ritari hefur haft í huga þótt svona færi. Þetta gerist stundum, að orðin frjóvga hvert annað í kollinum og út kemur frumsamið afbrigði.