Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann verðskuldaðan sigur á Póllandi, 1:0, á útivelli í lokaleik liðsins í A4-riðlinum í undankeppni Evrópumótsins í gær. Leikið var í pólsku borginni Sosnowiec. Er því um góðan endi að ræða í mjög góðri undankeppni hjá íslenska liðinu
Sigurmarkið Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar sigurmarki sínu með Guðrúnu Arnardóttur og Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur í gærkvöldi.
Sigurmarkið Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar sigurmarki sínu með Guðrúnu Arnardóttur og Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur í gærkvöldi. — Ljósmynd/Alex Nicodim

EM 2025

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann verðskuldaðan sigur á Póllandi, 1:0, á útivelli í lokaleik liðsins í A4-riðlinum í undankeppni Evrópumótsins í gær. Leikið var í pólsku borginni Sosnowiec. Er því um góðan endi að ræða í mjög góðri undankeppni hjá íslenska liðinu.

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sigurmarkið á 32. mínútu með góðu einstaklingsframtaki, eftir að hún vann boltann á miðsvæðinu, keyrði inn í teig og afgreiddi boltann af öryggi í netið. Hún skoraði einnig gegn Þýskalandi eftir varnarmistök og er sjóðheit um þessar mundir.

Ísland skapaði sér fjölmörg færi til að skora fleiri mörk, á meðan liðið varðist vel hinum megin á vellinum. Fanney Inga Birkisdóttir þurfti ekki

...