Við höfum fundið fyrir mikilli velvild í okkar garð í Þorlákshöfn.
Eggert segir að það að leiða uppbyggingu á landeldi First Water sé stórt og verðmætt verkefni.
Eggert segir að það að leiða uppbyggingu á landeldi First Water sé stórt og verðmætt verkefni. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Það var bara tvennt í stöðunni – annaðhvort að fara í sambærilegt starf eða prófa að gera eitthvað allt öðruvísi,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri laxeldisfyrirtækisins First Water, í samtali við ViðskiptaMoggann. Hann leiðir nú uppbyggingu á fyrirtæki sem mun á næsta ári verða eitt stærsta landeldisfyrirtæki í heimi.

Eggert er uppalinn í Ólafsvík á Snæfellsnesi en flutti ungur að árum til Reykjavíkur til að fara í menntaskóla og í kjölfarið í viðskiptafræði á endurskoðunarsviði við Háskóla Íslands. Eggert stefndi að því að verða endurskoðandi og vann við það einn vetur, en það starf átti ekki við hann og gerðist hann í staðinn bankamaður árið 1995. Eggert er giftur Ágústu Dröfn Kristleifsdóttur leikskólakennara og eiga þau 4 börn og 3 barnabörn.

Hann starfaði hjá Íslandsbanka, sem síðar varð Glitnir, óslitið fram

...