Sigríður Ólafsdóttir fæddist í Laugarási í Biskupstungum, nú Bláskógabyggð, 14. júní 1935. Hún lést á Landspítalanum í Kópavogi 29. júní 2024.

Hún var dóttir hjónanna Ólafs Hermanns Einarssonar, héraðslæknis í Grímsneslæknishéraði og síðar í Hafnarfirði, f. 9. desember 1895 á Svalbarði í Miðdölum, Dalasýslu, d. 8. júní 1992, og Sigurlaugar Einarsdóttur, húsmóður og hannyrðakennara, f. 9. júlí 1901 á Brimnesi í Viðvíkursveit í Skagafirði, d. 23.6. 1985.

Sigríður ólst upp í Laugarási með bræðrum sínum fimm; Einari, íþróttakennara og körfuboltaþjálfara, f. 13. janúar 1928, d. 12. mars 2024, Jósef Friðriki lækni, f. 24. ágúst 1929, d. 15. febrúar 2021, Grétari lækni, f. 3. október 1930, d. 14. júní 2004, Hilmari arkitekt, f. 18. maí 1936, d. 28. desember 1986, og Sigurði viðskiptafræðingi, f. 7. maí 1942, sem lifir systur

...