Verð hækkar á nautakjöti.
Verð hækkar á nautakjöti.

Slát­ur­fé­lag Suður­lands (SS) hef­ur ákveðið að hækka afurðaverð á naut­gripa­kjöti um allt að 8%. Steinþór Skúla­son for­stjóri SS sagði í sam­tali við mbl.is að verðhækk­un­in til bænda væri nauðsyn­leg vegna sí­fellt auk­ins fram­leiðslu­kostnaðar og verðbólgu í land­inu.

Afurðaverð hækk­ar um 8% fyr­ir kýr, naut og alik­álfa, en aðrir flokk­ar hækka um 4%. Að auki mun SS greiða 8% viðbót á afurðaverð naut­gripa, í sam­ræmi við stefnu fé­lags­ins um að tryggja sam­keppn­is­hæft verð og skila hluta af rekstr­ar­hagnaði til bænda.