Í aðdraganda að sölu hlutabréfanna í Íslandsbanka hefur ríkisstjórnin gullið tækifæri til að stuðla að víðtækri þátttöku almennings í atvinnulífinu.
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Óli Björn Kárason

Öllum má vera ljóst hve mikilvægt það er að vel takist til við sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka. Fyrir ríkisstjórnina og stjórnarflokkana er það pólitískt nauðsynlegt að framkvæmd sölunnar verði hnökralaus. Fyrir þróun fjármálamarkaðarins skiptir miklu að salan verði til að efla traust almennings á fjármálamarkaðinum í heild sinni og á hlutabréfamarkaðinum sérstaklega.

Í júní síðastliðnum samþykkti Alþingi að heimila fjármála- og efnahagsráðherra að selja hlut ríkisins (42,5%) í tvískiptu markaðssettu útboði. Í A-hluta útboðsins geta aðeins einstaklingar tekið þátt og er lágmarksfjárhæð 100 þúsund krónur og hámarksfjárhæðin 20 milljónir. Í B-hluta geta einstaklingar og lögaðilar gert tilboð yfir 20 milljónum. Þessi aðferðafræði gefur tilefni til bjartsýni um að vel geti tekist

...