— Morgunblaðið/Eyþór

„Þetta lítur vel út og framkvæmdir ganga vel,“ segir Þórddur Ottesen Arnarson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka hf., en fyrirtækið vinnur nú að breikkun Reykjanesbrautarinnar. Um er að ræða kaflann sem fer framhjá Álverinu í Straumsvík. Fyrirtækið sér um framkvæmdina í samstarfi við Vegagerðina og segir Þóroddur að verkefnið sé á góðum tíma miðað við áætlanir sem lagðar voru fyrir í upphafi en nóg sé hins vegar eftir af framkvæmdum, til að mynda sé erfið brúarsmíði fram undan.