Philip Vogler, Egilsstöðum, yrkir á Boðnarmiði:

Síðla kvölds er syngja allra sætast fuglar

dags af mæðu mannfólk róast,

morgunn næsti örhægt þróast.

„Aldýr staka frá Austurlöndum nær“ eftir Gunnar J. Straumland og heitir Gróm:

Drungann þyngir drómi tára,

dimmir bíða klakkar ljóðs.

Gungan kyngir grómi sára,

grimmir stríða rakkar blóðs.

Gunnar bætir síðan við til skýringar: Aldýr er vísa þegar öll orð hennar eru rímorð.

...