Vaxtagjöld ríkisins árið 2023 voru tæplega 190 milljarðar króna sem samsvarar um 14% af heildartekjum ríkisins.

Efnahagsmál

Daði Kristjánsson

Framkvæmdastjóri Visku Digital Assets ehf. og M.Sc. í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands

Stanley Druckenmiller, einn farsælasti fjárfestir allra tíma, sagði í nóvember síðastliðnum: „We are spending like drunken sailors.“ Hann var að gagnrýna gegndarlausa útgjaldaaukningu bandaríska ríkisins og líkti henni við eyðslusemi drukkinna sjómanna. Þegar Druckenmiller talar, er skynsamlegt að hlusta.

Þó að þessi gagnrýni beinist að Bandaríkjunum, á hún ekki síður við um Ísland. Skuldir íslenska ríkisins hafa aukist um tæplega 900 milljarða á síðustu 5 árum. Núverandi ríkisstjórn hefur verið á eyðslufylleríi sem virðist engan enda ætla að taka.

Uppsafnaður

...