Leynimakk á að vera í lágmarki

Atli Harðarson, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrverandi skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, ræddi um ungmenni, menntun og PISA-kannanir við Morgunblaðið á mánudag og viðraði þar athyglisverð sjónarmið. Hann sagði til að mynda að ungmenni í dag væru undir of miklu eftirliti fullorðinna og fengju ekki næg tækifæri til að þroskast og öðlast sjálfstæði. Þá væri snjalltækjavæðing þeirra óhófleg, og er út af fyrir sig óhætt að segja að sá vandi einskorðist ekki við ungmenni þó að áhrifin á þau kunni að vera meiri en á þá sem eldri eru.

Þá benti hann á að ákveðinn losarabragur væri á námi, en einnig að ekki væri endilega rétt að gera meira af því sama og átti þá við að ef tiltekinn fjöldi kennslustunda dygði ekki væri ekki endilega rétt að fjölga þeim. Ef til vill þarf að grípa til annarra ráða.

Loks lýsti

...