„Það styttist bráðum í að það verði uppselt á böllin, bæði á föstudag og laugardag,“ segir Viktor Freyr Elísson, stofnandi og framkvæmdastjóri Sápuboltans á Ólafsfirði. Nefnir hann að 56 lið keppi í sápubolta um helgina og að 330…
Froða Á Sápuboltanum er ekki spilað á gervigrasi, heldur á velli þöktum sleipri sápu og froðu.
Froða Á Sápuboltanum er ekki spilað á gervigrasi, heldur á velli þöktum sleipri sápu og froðu.

„Það styttist bráðum í að það verði uppselt á böllin, bæði á föstudag og laugardag,“ segir Viktor Freyr Elísson, stofnandi og framkvæmdastjóri Sápuboltans á Ólafsfirði. Nefnir hann að 56 lið keppi í sápubolta um helgina og að 330 keppendur séu skráðir til leiks.„Við gerum ráð fyrir að þetta verði samt alveg 350 keppendur,“ bætir hann þó við.

Kveðst hann eiga von á að hátt í þúsund gestir sæki Ólafsfjörð um helgina vegna hátíðarhaldanna.

Allir fúsir að hjálpa til

Viktor segir að undanfarin ár hafi í grunninn fimm manns unnið að skipulagningu hátíðarhaldanna en í ár hafi tvær dömur bæst í hópinn. „En svo fáum við náttúrulega ótrúlega mikla hjálp,“ segir hann og tekur sem dæmi að Tandur útvegi alla sápu sem þekur leikvellina.

„Það er líka

...