Gunnlaugur Scheving (1904-1972) Sumarnótt, 1959 Olíumálverk
Gunnlaugur Scheving (1904-1972) Sumarnótt, 1959 Olíumálverk

Stórgerðar verurnar fremst á myndinni fanga strax athygli áhorfandans: kýrin vinstra megin, móðir og stúlka hægra megin. Þá horfa þær fram fyrir sig, nánast beint í augu áhorfandans, nema stúlkan sem horfir eilítið til hægri, jafnvel á gulu blómin sem hún heldur í hendi sér. Sitja þær þrjár á túni í víðfeðmu landslagi undir fullu tungli. Fyrir aftan þær má sjá á sem streymir yfir myndflötinn og velli sem breiða eins úr sér til beggja átta en í fjarskanum standa háreist fjöll, auk þess sem glittir í jökul vinstra megin, á bak við kúna. Umhverfis mæðgurnar og kúna vaxa svo gul blóm, líklega sóleyjar, og fyrir aftan mæðgurnar virðist vera teppi á jörðinni. Stúlkan situr í fangi móður sinnar og er klædd í hvítan kjól með rauðum doppum en móðirin er í látlausari fötum. Báðar hafa þær skuplu á höfði í gömlum stíl bændasamfélagsins sem skín í gegnum myndefnið. Form og hlutföll eru sérlega athyglisverð í þessu verki

...