Norræna húsið (Post) ★★★★· Sýnendur: Nana-Francisca Schottländer, Katie Paterson, Marte Aas, Rita Marhaug, Anna Líndal og Rúrí. Sýningarstjóri: Ruth Hege Halstensen. Sýningin stendur til 8. september og er opin frá þriðjudegi til sunnudags milli kl. 10 og 17.
Olía Í vídeóinnsetningunni „Fatet“ baðar Rita Marhaug sig í baðkari sem fyllt er svörtum olíukenndum vökva.
Olía Í vídeóinnsetningunni „Fatet“ baðar Rita Marhaug sig í baðkari sem fyllt er svörtum olíukenndum vökva. — Ljósmyndir/Hlynur Helgason

Myndlist

Hlynur

Helgason

Í Norræna húsinu stendur nú yfir sýning á verkum sex listamanna frá Norðurlöndum og Skotlandi. Yfirskrift sýningarinnar er (Post) og umfjöllunarefnið er svokölluð mannöld, sem snýr að þeim varanlegu áhrifum sem samfélög manna hafa haft á ásýnd og umhverfi jarðarinnar allrar. Verkin á sýningunni eru fjölbreytt í framsetningu þótt flest byggist á kvikmyndamiðlinum.

Þegar inn á sýninguna kemur ber fyrst fyrir augu sjö mínútna langt vídeóverk Ritu Marhaug, norskrar listakonu sem býr í Bergen. Verk hennar er kvikmyndagjörningur þar sem hún sjálf er í meginhlutverki. Sviðið er friðsæl strönd við Lofoten með baðkar í forgrunni. Gjörningurinn felst í því að Rita klæðir sig úr hvítum slopp og stígur nakin ofan í baðkarið

...