Ætla má að um 2.500 manns verði í kvöld mætt að Úlfljótsvatni í Grafningi á hátíðarkvöldvöku á Landsmóti skáta. Mótið hófst síðasta föstudag og síðan þá hefur fjölgað jafnt og þétt á svæðinu. Börn og ungmenni á aldrinum 10-18 ára eru áberandi stærstur hluti mótsgesta, sem koma frá um 18 þjóðlöndum
Forysta Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi Íslands og Kolbrún Ósk Pétursdóttir mótsstjóri.
Forysta Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi Íslands og Kolbrún Ósk Pétursdóttir mótsstjóri.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Ætla má að um 2.500 manns verði í kvöld mætt að Úlfljótsvatni í Grafningi á hátíðarkvöldvöku á Landsmóti skáta. Mótið hófst síðasta föstudag og síðan þá hefur fjölgað jafnt og þétt á svæðinu. Börn og ungmenni á aldrinum 10-18 ára eru áberandi stærstur hluti mótsgesta, sem koma frá um 18 þjóðlöndum.

Íslendingar eru eðlilega mest áberandi á mótinu sem er þó í raun alþjóðlegt samfélag. Margir skátar til dæmis frá Hong Kong eru mættir á landsmót, en einnig fólk frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Úkraínu, Englandi, Wales og Lúxemborg svo nokkur lönd séu nefnd. Einnig er á mótinu stór hópur frá Kanada og af því tilefni mætir kanadíski sendiherrann á Íslandi á svæðið í dag sem og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.

Ævintýri

...