Öryggis- og viðskiptahagsmunir þjóða fara vel saman og leggja góðan grunn að velsæld þeirra.
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Kjartan Magnússon

Landvarnir eru frumskylda hvers ríkis. Við Íslendingar höfum ekki her en leysum varnarþörf okkar með aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Í stofnsáttmála þess er kveðið á um að verði eitt bandalagsríki fyrir utanaðkomandi árás, séu hin skuldbundin til að koma til hjálpar. Í ótryggum heimi er ómetanlegt fyrir smáþjóð eins og Íslendinga að geta tryggt varnir sínar með slíkum hætti.

Friður er ekki sjálfsagður

Enski sagnfræðingurinn A.J.P. Taylor taldi að í raun hefðu Evrópubúar notið friðar í álíka langan tíma og þeir hefðu átt í ófriði og að þeir ættu friðarskeiðin valdajafnvægi að þakka. Á hinum skammvinnu og ótryggu friðartímum hlóðst upp spenna, sem fyrr eða síðar var losað um með stríðsrekstri og mannfórnum.

Þetta var gangur sögunnar allt þar til NATO

...