Dregur úr frjósemi Færri lifandi börn fæddust hér á landi á síðasta ári en árið á undan og hefur frjósemi kvenna aldrei verið minni en í fyrra.
Dregur úr frjósemi Færri lifandi börn fæddust hér á landi á síðasta ári en árið á undan og hefur frjósemi kvenna aldrei verið minni en í fyrra. — Ljósmynd/Colourbox

Fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi árið 2023 var 4.315 sem er fækkun frá árinu 2022 þegar 4.382 börn fæddust. Alls fæddust 2.257 drengir og 2.058 stúlkur samkvæmt upplýsingum sem Hagstofan birti í gær.

Helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Hagstofan segir að árið 2023 hafi frjósemi íslenskra kvenna verið 1,59 og hafi aldrei verið minni frá því að mælingar hófust árið 1853. Árið 2022 var frjósemi 1,67 en það er næstminnsta frjósemi sem mælst hefur hér á landi. Frjósemi hefur ekki farið upp fyrir 2 hér á landi síðan árið 2012 þegar hún var 2,1.

Hagstofan segir, að

...