Björn Benediktsson í Sandfellshaga hafði falað af honum bolakálf og átti ég að færa Birni kálfinn.
Ámundi Loftsson
Ámundi Loftsson

Ámundi Loftsson

Fyrir að verða hálfri öld var ég að grafa skurðina sem nú hafa valdið veðurfarslegri hamfarahlýnun á heimsvísu. Voru þessir skurðir grafnir norður á Langanesi og í Þistilfirði.

Það var komið fram á vetur þegar ég varð frá að hverfa sakir snjóa og harðinda og fara heim til hennar Unnu minnar. Þegar þarna var komið hafði ég verið að grafa á Gunnarsstöðum, en þá bjó þar Óli nokkur Halldórsson, mikil kempa, Framsóknar- og sögumaður.

Þegar ég var að búast til heimfarar bað Óli mig að gera sér greiða. Björn Benediktsson í Sandfellshaga hafði falað af honum bolakálf og átti ég að færa Birni kálfinn. Var þessi bón Óla auðsótt og að sjálfsögðu hafði ég kálfinn með mér. Ég var á Land Rover-jeppa og þetta var ekkert mál.

Á þessum tíma var ég

...