Sveitarfélagið Norðurþing mun fá sem nemur 5% af sölu kolefniseininga í skógi Yggdrasils Carbon í landi Saltvíkur. Áður hafði sveitarstjórnarmaður greint frá því að sveitarfélagið myndi ekki græða fjárhagslega á skóginum, en það er ekki rétt, að því …
Skógrækt Skógurinn á að rísa sunnan Húsavíkur, í landi Saltvíkur.
Skógrækt Skógurinn á að rísa sunnan Húsavíkur, í landi Saltvíkur. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Sveitarfélagið Norðurþing mun fá sem nemur 5% af sölu kolefniseininga í skógi Yggdrasils Carbon í landi Saltvíkur. Áður hafði sveitarstjórnarmaður greint frá því að sveitarfélagið myndi ekki græða fjárhagslega á skóginum, en það er ekki rétt, að því er fram kemur í skriflegu svari sveitarstjóra Norðurþings, Katrínar Sigurjónsdóttur, til Morgunblaðsins.

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti umsókn Yggdrasils Carbon um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar sunnan Húsavíkur í landi Saltvíkur, í janúar á þessu ári. Morgunblaðið fjallaði um skóginn á mánudag og var þar rætt við Þorkel Lindberg Þórarinsson, forstöðumann Náttúrustofu Norðausturlands. Taldi hann sveitarfélagið ekki hafa tekið tillit til athugasemda um náttúruvernd.

Því mótmælir sveitarstjórinn og segir að fyrirhuguðu skógræktarsvæði hafi verið breytt og því hliðrað til. Segir

...