Lögreglustjóri má ekki hefja og hætta rannsókn að eigin hentugleikum

Ríkissaksóknari hefur gert Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, að taka á ný upp rannsókn á máli sem embættið hafði áður ákveðið að fella niður. Aðfinnslur ríkissaksóknara við embættisfærslu lögreglustjórans eru svo alvarlegar að þær kalla á sérstök svör.

Málið varðar kæru á hendur Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp og samtökunum Solaris vegna fjársöfnunar til þess að greiða götu palestínskra hælisleitenda frá Gasa hingað til lands um Egyptaland.

Um opinberar fjársafnanir gilda sérstök lög til að koma í veg fyrir svikahrappa, hirðuleysi eða peningaþvætti. Þær skulu vera í löglegum tilgangi, eru háðar opinberu leyfi og áskilnaður er um fjárreiðurnar. Um allt þetta eru áhöld varðandi söfnun Solaris.

Hitt er þó alvarlegra að miðað við frásagnir hinna kærðu forsvarsmanna söfnunarinnar og annan fréttaflutning frá landamærum Egyptalands við Gasasvæðið kann stór eða stærstur hluti fjárins að hafa verið

...