— Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Þetta er lokahnykkurinn í að lagfæra styttuna eftir þessi skemmdarverk,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar hjá Listasafni Reykjavíkur, um viðhaldið sem stendur nú yfir á Útlögunum eftir Einar Jónsson við Hólavallakirkjugarð.

Skemmdarverk voru unnin á styttunni í vor þegar hún var spreyjuð með gylltu akrýlspreyi.

„Þegar búið var að þrífa gyllta spreyið af þurfti að vinna aftur upp húð á platínuna á verkinu. Það er sett lag af vaxi sem ver hana. Þessi vaxhúð fór náttúrulega af þegar gyllingin var tekin af.“

Trausti segir að þrifin á styttunni hafi verið þó nokkuð mikil vinna en það hafi verið „happ í því að þetta var akrýlsprey en ekki olíusprey“.