Hún bakaði þessar ljúffengu skonsur og gerði jarðarberjasultu fyrir fjölskylduna sína á dögunum. Skonsurnar slógu í gegn og allir viðstaddir voru fljótir að leggja inn pöntun fyrir næsta boð og pöntuðu líka bongóblíðu svo hægt væri að halda garðveislu eða hreinlega fara í huggulega lautarferð
Ástríðubakarinn Anna Marín Bentsdóttir hefur bakað frá því hún man eftir sér. Hún elskar að töfra fram ljúffengan og fallegan dögurð fyrir fjölskylduna.
Ástríðubakarinn Anna Marín Bentsdóttir hefur bakað frá því hún man eftir sér. Hún elskar að töfra fram ljúffengan og fallegan dögurð fyrir fjölskylduna. — Ljósmyndari/Bent Marinósson

Sjöfn Þórðardóttir

sjofn@mbl.is

Hún bakaði þessar ljúffengu skonsur og gerði jarðarberjasultu fyrir fjölskylduna sína á dögunum. Skonsurnar slógu í gegn og allir viðstaddir voru fljótir að leggja inn pöntun fyrir næsta boð og pöntuðu líka bongóblíðu svo hægt væri að halda garðveislu eða hreinlega fara í huggulega lautarferð.
„Þessar ljúffengu skonsur eru með smá sítrus og mér fannst tilvalið að bera þær fram með jarðarberjasultu. Þær lukkuðust ekkert smá vel og allir voru í skýjunum með kræsingarnar. Ég ætla að nýta hvert tækifæri þegar sólin skín og ég á frí til að bjóða í lautarferð, þó að það verði bara í garðinum heima,“ segir Anna Marín með bros á vör.
Aðspurð segir Anna Marín að best sé að bera skonsurnar fram volgar úr ofninum með heimagerðu jarðarberjasultunni og nýþeyttum rjóma. Hins vegar sé líka í góðu lagi að taka þær með í nesti

...