40 ára Ólafur Thors ólst í vesturbæ Reykjavíkur. Hann fór snemma að æfa fótbolta, en ekki þó með hverfisliðinu KR. „Fyrstu þrjú ár ævi minnar bjó fjölskyldan í miðbænum og eldri bræður mínir fóru í Val og ég vildi fara í sama lið og…

40 ára Ólafur Thors ólst í vesturbæ Reykjavíkur. Hann fór snemma að æfa fótbolta, en ekki þó með hverfisliðinu KR. „Fyrstu þrjú ár ævi minnar bjó fjölskyldan í miðbænum og eldri bræður mínir fóru í Val og ég vildi fara í sama lið og þeir.“ Ólafur útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands en í miðju meistaranámi fékk hann atvinnutilboð og fór að starfa hjá íslenska leikjafyrirtækinu Plain Vanilla sem bjó til spurningaappið QuizUp. Núna vinnur hann hjá Íslandsbanka í markaðsmálum og er þar að auki umboðsmaður fyrir tónlistarmanninn Aron Can. Ólafur segir helstu áhugamálin vera tónlist og allt grín. „Svo er ég kominn í stjórn knattspyrnudeildar Vals núna, enda Valshjartað alltaf á sínum stað.“

Fjölskylda Eiginkona Ólafs er Heiða Lind Garðarsdóttir, f. 1988. Hún starfar hjá

...