Framboð Nikki Haley lýsti yfir eindregnum stuðningi við Trump.
Framboð Nikki Haley lýsti yfir eindregnum stuðningi við Trump. — Getty Images via AFP/Joe Raedle

Ron DeSantis, Vivek Ramaswamy og Nikki Haley, fyrrverandi forsetaframbjóðendur, voru öll á meðal ræðumanna á öðrum degi flokksþings Repúblikanaflokksins í fyrradag, og lýstu þau öll þar yfir eindregnum stuðningi sínum við Donald Trump, sem varð hlutskarpastur í forvali flokksins.

Vakti ræða Haley þar mesta athygli, en hún var sá keppinautur Trumps sem entist lengst í framboði, og jafnframt sá sem hafði gagnrýnt hann hvað mest meðan á forvalinu stóð. Sagði hún að þörf væri á „sameinuðum Repúblikanaflokki“ til þess að bjarga hinni bandarísku þjóð frá voða.

Tók Haley sérstaklega fram að Trump hefði stuðning sinn í forsetaembættið, en stuðningsmenn hennar héldu áfram að kjósa hana í mótmælaskyni við Trump í forkosningum jafnvel eftir að hún hafði dregið framboð sitt til baka. Þá hafði Haley m.a. sagt að Bandaríkin myndu

...