Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur ungum manni sem grunaður er um að hafa stungið annan mann í heimahúsi í Súðavík 11. júní sl. Sá sem fyrir árásinni varð hlaut alvarlega áverka. Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá…

Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur ungum manni sem grunaður er um að hafa stungið annan mann í heimahúsi í Súðavík 11. júní sl. Sá sem fyrir árásinni varð hlaut alvarlega áverka.

Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá héraðssak­sókn­ara, segir í samtali við mbl.is að ungi maðurinn sé ákærður fyrir tilraun til manndráps.

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn og var gæsluvarðhaldið framlengt í gær um fjórar vikur að sögn Karls Inga.