Magnaður Pep Guardiola hefur náð mögnuðum árangri á hliðarlínunni.
Magnaður Pep Guardiola hefur náð mögnuðum árangri á hliðarlínunni. — AFP/Oli Scarff

Enska knattspyrnusambandið vill ráða Pep Guardiola sem nýjan landsliðsþjálfara karlaliðs þjóðarinnar. The Independent greinir frá. Gareth Southgate hætti með enska liðið eftir tapið gegn Spáni í úrslitum EM um síðustu helgi og leitar sambandið nú að eftirmanni hans. Guardiola er samningsbundinn Manchester City í eitt ár í viðbót og eru forráðamenn sambandsins reiðubúnir að bíða eftir að hann verði samningslaus til að ráða hann til starfa.