Nýtt námsmat sem leysa á samræmdu könnunarprófin af hólmi verður ekki innleitt að fullu fyrr en í fyrsta lagi skólaárið 2026 til 2027. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir ekki til skoðunar að samræmd könnunarpróf verði tekin…

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

Nýtt námsmat sem leysa á samræmdu könnunarprófin af hólmi verður ekki innleitt að fullu fyrr en í fyrsta lagi skólaárið 2026 til 2027. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir ekki til skoðunar að samræmd könnunarpróf verði tekin tímabundið upp að nýju, þrátt fyrir að ljóst sé að minnst sex ár muni annars líða án þess að samræmd mæling verði framkvæmd á landsvísu.

„Lykilatriðið er að við erum að vinna þetta gríðarlega þétt með öllum aðilum og matsferillinn og hugsunin með honum er miklu betra tæki, ekki bara til þess að mæla skólakerfið, heldur líka fyrir kennara og þá sem eru að vinna með börnum dag frá degi, til þess að nýtast inni í skólastofum,“ segir ráðherrann.

Með lagabreytingu sumarið 2022 var skyldu um lagningu samræmdra prófa frestað til og með 31. desember árið 2024. Í samráðsgátt stjórnvalda má

...