Skáldsaga Eyja ★★★½· Eftir Ragnhildi Þrastardóttur Forlagið, 2024. Kilja, 121 bls.
Andlegt ofbeldi Bókin er vel til þess fallin að efna til samtals um erfið málefni að mati bókarýnis.
Andlegt ofbeldi Bókin er vel til þess fallin að efna til samtals um erfið málefni að mati bókarýnis. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Bækur

Snædís

Björnsdóttir

Hvað segirðu um kaffi í vikunni?“ Á þessum orðum hefst skáldsagan Eyja eftir Ragnhildi Þrastardóttur, rithöfund og blaðamann, sem vann handritasamkeppni Forlagsins Nýjar raddir 2023. Eyja er frumraun Ragnhildar líkt og titill verðlaunanna bendir til en þau eru veitt höfundum sem ekki hafa gefið út fleiri en eitt prósaverk hjá atvinnuforlagi. Bókin heitir einfaldlega í höfuðið á sögumanni, blaðakonunni Eyju, og hefst á því að fyrrverandi stjúpmamma hennar hefur samband við hana að því er virðist upp úr þurru. Stjúpmamman, Alexía, vill nú skyndilega ræða málin eftir margra ára fjarveru og í kjölfarið fer ýmislegt úr fortíð þeirra að skjóta upp kollinum. Fyrr en varir stendur Eyja síðan á tímamótum í sínu persónulega lífi og þarf að taka stórar

...