Líkur eru á eldingum vestanlands seinni partinn í dag samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir daginn. Í samtali við Morgunblaðið segir Marcel de Vries, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, það alla jafna erfitt að spá fyrir um eldingar á Íslandi
Vonskuveður Mynd úr safni af eldingu á Höfn í Hornafirði.
Vonskuveður Mynd úr safni af eldingu á Höfn í Hornafirði. — Ljósmynd/Veronika Simon

Kári Freyr Kristinsson

karifreyr@mbl.is

Líkur eru á eldingum vestanlands seinni partinn í dag samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir daginn.

Í samtali við Morgunblaðið segir Marcel de Vries, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, það alla jafna erfitt að spá fyrir um eldingar á Íslandi. Hann segir eldingar oft fylgja hellidembu sem er spáð á morgun.

„Það er möguleiki á að það komi eldingar líka, það er ótrúlega erfitt að spá fyrir um eldingar á Íslandi,“ segir hann. Marcel segir að skúrir muni myndast vestanlands seinnipartinn í dag og að

...