Grindvíkingur Jón Axel Guðmundsson hefur skipt um félag á Spáni.
Grindvíkingur Jón Axel Guðmundsson hefur skipt um félag á Spáni. — Morgunblaðið/Eggert

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur fært sig um set á Spáni og gengið til liðs við San Pablo Burgos. Jón gekk til liðs við félagið frá Alicante en bæði lið leika í næstefstu deild Spánar. Jón Axel átti gott tímabil á síðustu leiktíð með Alicante og skoraði 12 stig að meðaltali. Hann er 27 ára gamall bakvörður frá Grindavík sem hefur áður leikið með Frankfurt og Crailsheim í Þýskalandi og Bologna og Pesaro á Ítalíu.