Prófessor í eldfjallafræði telur líklegt að upphaf næsta eldgoss á Reykjanesskaga verði á svipuðum slóðum og síðustu gos á skaganum, þ.e. í grennd við Sundhnúkagíga. „Ef það kemur til goss finnst mér líklegt að upphaf gossins verði á svipuðum slóðum og hefur verið hingað til
Þorvaldur Þórðarson
Þorvaldur Þórðarson

Elínborg Una Einarsdóttir

elinborg@mbl.is

Prófessor í eldfjallafræði telur líklegt að upphaf næsta eldgoss á Reykjanesskaga verði á svipuðum slóðum og síðustu gos á skaganum, þ.e. í grennd við Sundhnúkagíga.

„Ef það kemur til goss finnst mér líklegt að upphaf gossins verði á svipuðum slóðum og hefur verið hingað til. Byrji suðaustan við Stóra-Skógfell og síðan opnist sprunga eins og blævængur út frá því, bæði til norðurs og suðurs.

Og mér þykir nú ólíklegt að gossprungan nái mikið suður fyrir Sundhnúkagígasvæðið. Það getur alltaf teygst aðeins lengra en mér finnst nánast engar líkur á að það fari að gjósa inni í Grindavík,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Hann bætir við að að sínu viti sé engin kvika undir bænum.

...