Fjölskyldan Það er ekkert skemmtilegra en að ferðast með fjölskyldunni.
Fjölskyldan Það er ekkert skemmtilegra en að ferðast með fjölskyldunni.

Stefán Rúnar Dagsson fæddist í Reykjavík og ólst upp í Snælandshverfinu. Hann hefur átt heima í Kópavogi alla sína tíð, ef frá er talið eitt og hálft ár þegar hann bjó í Mosfellsbænum. „Ég get tekið undir orð Gunnars Birgissonar um að það er gott að búa í Kópavogi,“ segir hann hress.

Það er þó stutt í Vestfirðinginn í honum, enda á hann ættir að rekja til Vestfjarða í báðar ættir. „Foreldrar mínir eru báðir frá Flateyri við Önundarfjörð og þar var ég alltaf á sumrin hjá afa mínum og ömmu. Það var alveg frábært að vera fyrir vestan á sumrin. Það var lítill hópur af börnum og við lékum okkur öll saman, mikið í fótbolta en líka eitthvað í frjálsum íþróttum því það voru alltaf haldin íþróttanámskeið á sumrin. Ég var nú aldrei góður í fótbolta, en var ágætur varamaður.“

Það voru fleiri ævintýri á Flateyri og Stefán segir að það

...