Það er allt undir hjá karlaliðum Stjörnunnar, Vals og Breiðabliks í seinni leikjum liðanna í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Annaðhvort halda þau áfram í 2. umferð eða þátttöku þeirra í Evrópukeppni er lokið
Belfast Stjarnan fer með tveggja marka forskot til Norður-Írlands eftir sigur í Garðabænum í fyrri leiknum.
Belfast Stjarnan fer með tveggja marka forskot til Norður-Írlands eftir sigur í Garðabænum í fyrri leiknum. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Sambandsdeild

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Það er allt undir hjá karlaliðum Stjörnunnar, Vals og Breiðabliks í seinni leikjum liðanna í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Annaðhvort halda þau áfram í 2. umferð eða þátttöku þeirra í Evrópukeppni er lokið.

Stjörnumenn standa best að vígi en Stjarnan mætir Linfield frá Norður-Írlandi í Belfast. Stjarnan vann fyrri leikinn á heimavelli sínum 2:0. Emil Atlason virtist í fyrstu hafa skorað bæði mörk Stjörnunnar en seinna markinu var síðar breytt í sjálfsmark.

Fyrri leikurinn var mjög jafn en Stjörnumenn nýttu færin sín betur. Linfield fékk sannarlega sín færi og Chris Shields skaut m.a. í slá úr vítaspyrnu. Einvígið er hvergi nærri búið og þurfa Stjörnumenn

...