— Morgunblaðið/Anton Brink

Rólegt var yfir Laugaveginum í gærmorgun. Ferðamenn voru á vappi og flutningabílar komu með vörur fyrir fyrirtæki og veitingastaði. Mikil breyting hefur orðið á miðbænum síðustu ár þar sem rótgrónar verslanir hafa horfið á braut en fjölmörg ný fyrirtæki hafa komið í staðinn. Nú má finna þar snyrtistofur, nuddstofur, húðflúrstofur, kebabstaði, ísbúðir og auðvitað lundabúðir. » 26