Flotaæfing Sjóliðar frá ríkjunum tveimur við upphaf æfingarinnar.
Flotaæfing Sjóliðar frá ríkjunum tveimur við upphaf æfingarinnar. — AFP/Rússneska varnarmálaráðuneytið

Yfirmenn kínverska flotans greindu í gær frá því að flotaæfingu þeirra með Rússum í Kyrrahafi væri nú lokið. Sagði í tilkynningu flotans að bæði kínverski og rússneski flotinn hefðu lokið öllum verkefnum sínum í æfingunni, en alls tóku sjö herskip ríkjanna tveggja þátt í æfingunni.

Æfingin fór fram undan ströndum Zhanjiang-borgar í suðurhluta Kína, en með henni var meðal annars ætlunin að æfa flota ríkjanna í að bregðast við sameiginlegum öryggisógnum á Kyrrahafi. Sagði í tilkynningu kínverska flotans að æfingin hefði náð að styrkja samskipti, skilning og traust á milli flotanna tveggja. Þá hefði hún ýtt undir samhæfingu og samræmingu flotanna.

Ríkin tvö hafa aukið samstarf sitt í varnarmálum jafnt og þétt á síðustu árum, en fyrsta sameiginlega flotaæfing Kínverja og Rússa fór fram árið 2005. Leiðtogar ríkja

...