LungA-hátíðin fer nú fram í síðasta sinn á Seyðisfirði og stendur yfir til sunnudags. Þema hátíðarinnar í ár er spírall eða hvirfill og vísar það til sköpunargleðinnar, vina og stuðningsnets LungA yfir árin
Afmælishátíð LungA á aldarfjórðungsafmæli í ár og verður haldið upp á það.
Afmælishátíð LungA á aldarfjórðungsafmæli í ár og verður haldið upp á það. — Ljósmynd/Julie

Viðtal

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

LungA-hátíðin fer nú fram í síðasta sinn á Seyðisfirði og stendur yfir til sunnudags. Þema hátíðarinnar í ár er spírall eða hvirfill og vísar það til sköpunargleðinnar, vina og stuðningsnets LungA yfir árin. Morgunblaðið ræddi við framkvæmdastjóra LungA, þau Helenu Solveigar Aðalsteinsbur og Þórhildi Tinnu Sigurðardóttur.

„Þetta er stórt ár fyrir hátíðina, ekki bara vegna þess að þetta er í síðasta skipti sem hún fer fram heldur líka af því að það eru 25 ár frá stofnun hennar. Þannig að í ár erum við bæði að halda upp á afmælið og að fagna þessum endalokum,“ segir Helena. „Við ákváðum að spírallinn væri viðeigandi þema vegna þess að hann er form sem hverfur inn í sjálft sig. Hann þenst út um leið og

...