Sölvi Eysteinsson fæddist 4. júní 1925 í Hrísum í Víðidal, Þorkelshólshreppi, V-Húnavatnssýslu. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Grund 1. júlí 2024.

Foreldrar Sölva voru Eysteinn Jóhannesson, bóndi Hrísum og síðar Stórhól í Víðdal, f. 31. júlí 1883, d. 17. október 1969, og Aðalheiður Rósa Jónsdóttir kennari í Víðidal og á Blönduósi, síðar húsfreyja í Hrísum, f. 15. mars 1884, d. 1. apríl 1931.

Systkini Sölva voru: Jóhannes, f. 8. desember 1911, d. 22. mars 1915. Jóhanna Ingibjörg, f. 1. maí 1915, d. 25. júní 2010. Jónas, f. 11. ágúst 1917, d. 13. nóvember 1999. Guðmundur, f. 7. júní 1920, d. 24. apríl 1985.

Hann varð stúdent frá MA 1949. Nám í ensku og enskum bókmenntum við háskólann í Manchester í Englandi 1948-1951, og aftur 1952-1953. Lauk MA-prófum frá sama háskóla 1953. Sótti fjölda námskeiða

...