Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir er gengin til liðs við þýska félagið Germania Obrigheimer og mun keppa fyrir þess hönd í þýsku deildakeppninni í ólympískum lyftingum. Eygló, sem er 22 ára nemi í læknisfræði, er í tólfta sæti heimslistans í…

Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir er gengin til liðs við þýska félagið Germania Obrigheimer og mun keppa fyrir þess hönd í þýsku deildakeppninni í ólympískum lyftingum. Eygló, sem er 22 ára nemi í læknisfræði, er í tólfta sæti heimslistans í sínum þyngdarflokki, -71 kg, og missti naumlega af sæti á Ólympíuleikunum í París en þar keppa þær tíu bestu síðar í þessum mánuði.