Listamaðurinn Erró á 92 ára afmæli í dag, 19. júlí. Nýlega var opnuð vegleg Erró-sýning í Angouleme í Frakklandi, en borgin er ein af bókmenntaborgum Evrópu og má einnig teljast höfuðborg myndasögunnar
Litadýrð Verk eftir Erró á sýningunni Listasagan endurskoðuð, en verkin koma öll frá Listasafni Reykjavíkur.
Litadýrð Verk eftir Erró á sýningunni Listasagan endurskoðuð, en verkin koma öll frá Listasafni Reykjavíkur.

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Listamaðurinn Erró á 92 ára afmæli í dag, 19. júlí.

Nýlega var opnuð vegleg Erró-sýning í Angouleme í Frakklandi, en borgin er ein af bókmenntaborgum Evrópu og má einnig teljast höfuðborg myndasögunnar. Reykjavík er líkt og Angouleme bókmenntaborg UNESCO og Einar Þorsteinsson borgarstjóri opnaði sýninguna. Erró var viðstaddur.

Um er að ræða samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Musée d’Angoulême, safns Angouleme-borgar. Verkin á sýningunni koma öll frá Listasafni Reykjavíkur. Sýningin nefnist Listasagan endurskoðuð.

„Þessi sýning var krefjandi verkefni fyrir safnið. Henni var sýningarstýrt héðan og síðan þurfti

...