Sigríður Ólafsdóttir fæddist 14. júní 1935. Hún lést 29. júní 2024. Útför hennar fór fram 17. júlí 2024

Elsku besta amma okkar.

Við eigum erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur þó að við vitum að þú verðir alltaf hjá okkur. Við erum svo þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman.

Það var svo gaman að vera í pössun hjá þér. Þá var dekrað við okkur, þú bjóst til það sem okkur þótti gott, eins og grjónagraut og fiskibollur. Ein af uppáhaldsminningum Helgu Stellu er þegar þið horfðuð á söngvakeppnina saman og það var svo gaman að hlusta á öll lögin með þér og spjalla saman og hafa það notalegt. Jóhann Ágúst á svo góðar minningar af ömmunámskeiðunum þínum, þegar þið eydduð dögunum í að spila og ganga um Fossvoginn. Tala saman og skoða ýmislegt.

Við erum

...